Toto Riina
Toto Riina
Toto Riina, einn þekktasti mafíuforingi Sikileyjarmafíunnar, lést í gær úr krabbameini, 87 ára að aldri. Riina var að afplána 26 lífstíðardóma þegar hann lést, en talið er að hann hafi skipað fyrir um að minnsta kosti 150 morð.

Toto Riina, einn þekktasti mafíuforingi Sikileyjarmafíunnar, lést í gær úr krabbameini, 87 ára að aldri.

Riina var að afplána 26 lífstíðardóma þegar hann lést, en talið er að hann hafi skipað fyrir um að minnsta kosti 150 morð.

Riina, sem bar viðurnefnið „skepnan“, vakti mikla athygli fyrir grimmd sína, en hann tók við yfirstjórn Sikileyjarmafíunnar á áttunda áratug 20. aldar.

Vöruðu sérfræðingar í málefnum mafíunnar við því, að andlát Riina gæti orðið til þess að hleypa nýju lífi í skipulagða glæpastarfsemi, en hún hefur legið í dvala undanfarin ár. Þá mun Riina ekki fá greftrun í kirkjugarði þar sem Frans páfi bannfærði alla meðlimi mafíunnar árið 2015.