Fundið ráð við algengri dánarorsök á meðal fyrirbura New York. Reuter. LÆKNAR hafa nú í fyrsta skipti fundið ráð til að koma í veg fyrir þarmasjúkdóm, sem oftsinnis veldur dauða fyrirbura, að því er framkemur í nýrri rannsóknarskýrslu.

Fundið ráð við algengri dánarorsök á meðal fyrirbura New York. Reuter.

LÆKNAR hafa nú í fyrsta skipti fundið ráð til að koma í veg fyrir þarmasjúkdóm, sem oftsinnis veldur dauða fyrirbura, að því er framkemur í nýrri rannsóknarskýrslu.

Sjúkdómurinn, sem nefnist nec rotising enterocolitis og kemur fram sem bólga í smáþörmunum, er algengur meðal barna, sem fædd eru fyrir tímann og fá ekki brjóstamjólk hjá mæðrum sínum. Ekkert ráð hefur hingað til megnað að útiloka þennan sjúkdóm.

Rannsóknin tók til nýbura, sem vógu milli 800 og 2000 grömm. Rannsóknarstarfið tók þrjú ár og voru niðurstöður birtar í júlíhefti bandaríska læknatímaritsins New Journal of Medicine.

Börnunum 88 í athugunarhópn um var aukalega gefin blanda með tveimur ónæmisglóbúlínum - eggjahvítuefnum, sem innihalda mótefni, er komið geta í veg fyrir, að bakteríur valdi sýkingu.

Ekkert þeirra fékk þarmabólgu, en sex börn af 91 í samanburðar hópi, sem aðeins fékk mjólkur blöndu, veiktust.

Austurrísku læknarnir, sem að rannsókninni stóðu, sögðu að fjögur til níu af hverjum hundrað börnum undir 2000 grömmum að þyngd veiktust af þessum sjúkdómi á spítalanum hjá þeim.

Þeir segja, að ónæmisglóbúlínin, sem gefin voru börnunum, IgA og IgG, komi að líkindum í staðinn fyrir náttúruleg mótefni í móðurmjólkinni. Fjöldi rannsókna hefur áður sýnt, að fyrirburum hættir miklu síður til að fá þarmabólgu, ef þeim er gefin brjóstamjólk.