8. júlí 1988 | Innlendar fréttir | 674 orð

Fornleifauppgröftur í Viðey: Tannskemmdir í beina grindum frá miðöldum

Fornleifauppgröftur í Viðey: Tannskemmdir í beina grindum frá miðöldum Fornleifauppgröftur er nú í fullum gangi í Viðey og er verið að byrja að grafa upp rústir sem talið er að séu frá tímum Viðeyjarklausturs, 1226- 1550.

Fornleifauppgröftur í Viðey: Tannskemmdir í beina grindum frá miðöldum Fornleifauppgröftur er nú í fullum gangi í Viðey og er verið að byrja að grafa upp rústir sem talið er að séu frá tímum Viðeyjarklausturs, 1226- 1550. Einnig hafa verið grafnar upp allmargar beinagrindur til viðbótar við þær 60 sem grafnar voru upp í fyrrahaust, þ.á.m. fimm frá miðöldum. Sænskir beinasérfræðingar hafa rannsakað beinin og komist að ýmsum athyglisverðum niðurstöðum, t.d. var óvenju mikið um tannskemmdir. Verið er að grafa í bæjar hólinn bak við Viðeyarstofu og þar hefur verið komið niður á rústir af torfhúsi sem virðist hafa verið byggt á 10. öld, stuttu eftirlandnám Reykjavíkur.

Margrét Hallgrímsdóttir, fornleifafræðingur, hefur yfirumsjón með uppgreftrinum, sem er á vegum Árbæjarsafns. Um 15 manns vinna nú við uppgröftinn, þ.á.m. sænskir, enskir og danskir sérfræðingar. Að sögn Margrétar hefur ýmislegt óvænt komið í ljós við uppgröft beinagrinda frá tímum Viðeyjarklausturs, en af þeim 30 sem grafnar hafa verið upp nú eru fimm frá þeim tíma. Það þykir einkum athyglisvert að yngri grafirnar snúa í austur og vestur en ekki norður-suður eins og venja er. Það er vegna þess að þegar Skúli fógeti byggði Viðeyjastofu sneri hann framhlið hennar mót suðri og þótti síðan fallegra að snúa kirkjunni eins, og þar af leiðandi gröfunum. Ýmislegt er líka óvenjulegt við þessi bein, m.a. eru höfuðkúpurnar óvenjulega lagaðar.

"Það er mikið um bein af ungu fólki, m.a. 10 ára barni og ungabarni. Ýmis sjúkdómseinkenni hafa verið greind á beinunum, t.d. eru tennur óvenju slitnar og skemmdar. Einnig fannst óvenju stór þvag blöðrusteinn í beinum gamallar konu. Nú er aðallega verið að grafa upp rústir frá 17. og 18 öld, en við erum að koma niður á miðaldalög, og verðum væntanlega að grafa upp rústir klaustursins um miðjan ágúst, þegar Viðeyjastofa verður opnuð", sagði Margrét.

Hún sagði fundina hingað til hafa einkennst af innfluttum leir kerjum frá því stuttu eftir að Við eyjastofa var byggð. Einnig finnst mikið af vaðsteinum, krítarpípum og dýrabeinum, eitthvað af mynt, koparhnöppum og vínstaup.

"Af dýrabeinunum má ráða hvað eyjarskeggjar hafa lagt sér til munns," sagði Margrét. "Fundist hafa bein af nautgripum, hrossum, sauðfé og geitum; hval og sel og mikið af fiskbeinum m.a. þorski, og öðuskel sem mun hafa verið notuð í beitu. Enn hefur ekki verið greint nákvæmlega hvert hlutfall fisks og kjöts hefur verið í fæðu manna eða hvernig matarvenjur hafa breyst, en það gæti gefið vísbendingar um breytingar á veðurfari."

Verið er að grafa upp öskuhaug að baki Viðeyjarstofu, en þar eru 2 m þykk mannvistarlög frá upphafi byggðar. Þar var komið niður á horn af húsi, m.a. vegghleðslur úr strengjum og klömbrum og í strengjunum fannst öskulag sem féll 1226, sama ár og Viðeyjarklaustur var stofnað. Bendir það til þess að húsið hafi verið byggt 2050 árum síðar og er þar að öllum líkindum um hluta af klausturbyggðinni að ræða.

Margrét sagði að rústirnar, sem nú væru að finnast, væru á margan hátt öðruvísi en annað sem þarna hefði áður fundist frá þessum tíma. "Þær minna meira á kirkjubyggingar á Norðurlöndum og margt bendir til þess að hér hafi verið mikið menningarsetur," sagði hún. "Þar má nefna sem dæmi vaxtöflurnar, sem fundust í fyrra og var það einn merkasti fornleifafundur hér álandi, þar sem afar sjaldgæft er að vax varðveitist þetta lengi. Nú eru forverðir Þjóðminjasafnsins aðleggja síðustu hönd á að gera við vaxtöflurnar og verður þá hægt að lesa á þær. Í ljós hefur komið að á þær eru skrifuð latnesk orð, sennilega trúarlegs eðlis.

Auk vaxtaflanna má nefna blý hlut sem fannst, en það mun annaðhvort vera stíll, til að skrifa með á vaxtöflur, eða spaði til að útbúa smyrsl.

Á næstu dögum stendur til að grafa upp á svæði þar sem búast má við að finna fleiri bein frá miðöldum. Af því sem þegar hefur verið grafið upp má ráða að í Viðey hafi verið byggð frá því einni kynslóð eftir landnám og samfellt framá okkar dag," sagði Margrét Hallgrímsdóttir, fornleifafræðingur.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Grafið í rústum frá 18. öld.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.