Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fulla þörf á því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis myndi rannsaka framgöngu Seðlabanka Íslands (SÍ) gegn Samherja, í ræðu sinni á Alþingi í gær.
Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fulla þörf á því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis myndi rannsaka framgöngu Seðlabanka Íslands (SÍ) gegn Samherja, í ræðu sinni á Alþingi í gær. Hæstiréttur kvað nýlega upp dóm í máli SÍ gegn Samherja um að fella úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt Samherja. Samherji er að undirbúa skaðabótamál á hendur SÍ. „Við megum ekki gleyma að það er hið opinbera sem er alltaf stærri og sterkari aðilinn gagnvart hverjum einasta einstaklingi og lögaðila í landinu,“ sagði Hildur og velti fyrir sér af hversu lítil hneykslun hefur orðið á málinu í samfélaginu. „Kannski er það út af því að okkur er orðið tamt að treysta í blindni hinu opinbera. Kannski er það út af því að þolandinn í málinu er ekki minni máttar í samfélaginu og þarf því síður stuðning samfélagsmiðlanna. Hvorugt er góð ástæða til að vera skeytingarlaus gagnvart hverskyns eftirlitsheimildum og valdbeitingu.“