Árásin á farþegaþotuna: Manngjöld verða boðin Washington. Reuter. Bandaríkjastjórn hyggst bjóða bætur fyrir þá sem létu lífið í árás beitiskipsins Vincennes á íranska farþegaþotu yfir Persaflóa þann þriðja þessa mánaðar.

Árásin á farþegaþotuna: Manngjöld verða boðin Washington. Reuter. Bandaríkjastjórn hyggst bjóða bætur fyrir þá sem létu lífið í árás beitiskipsins Vincennes á íranska farþegaþotu yfir Persaflóa þann þriðja þessa mánaðar.

Ronald Reagan Bandaríkjaforseti skýrði frá þessu í gær en 290 manns týndu lífi í árásinni, sem bandarískir embættismenn segja að gerð hafi verið af misgáningi.

Reagan kvaðst líta svo á að Bandaríkjamenn væru fullir samúðar í garð ættingja þeirra sem týndu lífi og sagðist ekki geta samþykkt að með því að greiða bætur væri verið að skapa "vafa samt fordæmi".