Reykjanes: Kvennalistakonur gegn nýju álveri Kvennalistakonur í Reykjaneskjördæmi samþykktu ályktun gegn hugmyndum um nýtt álver á félagsfundi 5. júlí. Í ályktuninni segir m.a.: "Valdhafar gætu varið tíma sínum, fé og orku á farsælli hátt en að auka á...

Reykjanes: Kvennalistakonur gegn nýju álveri Kvennalistakonur í Reykjaneskjördæmi samþykktu ályktun gegn hugmyndum um nýtt álver á félagsfundi 5. júlí. Í ályktuninni segir m.a.: "Valdhafar gætu varið tíma sínum, fé og orku á farsælli hátt en að auka á erlendar skuldir þjóðarinnar í þessu skyni."

Þá segir í ályktun kvennalistakvenna á Reykjanesi að "stóriðju þráhyggja stjórnvalda" hafi leitt til ótímabærra virkjanaframkvæmda og skuldasöfnunar erlendis. Líklegt megi teljast að raforkuverð til nýs álvers tengdist heimsmarkaðsverði áls en það sé nú á niðurleið. Ekkert bendi til að nýtt álver myndi létta bagga hins almenna raforku notanda. Óskiljanlegt sé að stjórnvöld stuðli að aukinni þenslu á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörf fyrir uppbyggingu sé mest utan þess.