Fréttabréf frá Kaupmannahöfn: Haukur Dór málar myndir í skip DFDS Jónshúsi, Kaupmannahöfn. Hátíðahöld Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn fóru fram með hefðbundnum hætti í Austurgarði.

Fréttabréf frá Kaupmannahöfn: Haukur Dór málar myndir í skip DFDS Jónshúsi, Kaupmannahöfn. Hátíðahöld Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn fóru fram með hefðbundnum hætti í Austurgarði. Formaður félagsins, Bergþóra Kristjánsdóttir, setti samkomuna, sendiráðsprestur inn flutti hugvekju og kór íslenzka safnaðarins í Kaupmannahöfn söng undir stjórn Ólafs Einarssonar. Fjallkona var Ása Gunnarsdóttir og las hún ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Fjölmenni var í garðinum í sumar hitanum og einnig komu fjölmargir landar í kaffið í félagsheimilinu og í Safn Jóns Sigurðssonar. Kirkjukórinn hefur nýlega kvatt söngstjóra sinn undanfarin ár, Maríu Ágústsdóttur, sem flutt er heim til Íslands til guðfræðináms. Mun María Anna Garðarsdóttir taka við starfi hennar.

Litla hafmeyjan 75 ára

Litla hafmeyjan er þekktasta myndastytta í Kaupmannahöfn og tákn Danmerkur um víða veröld. Nú eru 75 ár síðan, að henni var komið fyrir á steininum við Löngu línu, og óteljandi ferðamenn hafa skoðað hana og myndað á þeim tíma. Edvard Eriksen myndhöggvari, höfundur hennar, sótti auðvitað hugmyndina til ævintýris H.C. Andersens, og minnast má þess, að móðir listamannsins var íslenzk, Svanfríður Magnúsdóttir. Eriksen átti frægðarferil sem myndhöggvari hér í Danmörku og skal aðeins nefnt hér minnismerki hans í dómkirkjunni í Hróarskeldu, en það er yfir Kristjáni konungi IX og Lovísu drottningu, 3 líkneski, er hann nefnir Minningu, Ást og Sorg. Myndhöggvarinn lézt árið 1953. Í tilefni af afmæli hinnar heimsþekktu styttu er sérstæð sýning í Galleri Palmer skammt frá henni, en afmæli litlu hafmeyjarinnar er minnzt árlega í ágúst á Löngulínu.

Haukur Dór málar

mynd fyrir DFDS

Margir Íslendingar ferðast með DFDS til Ósló frá Kaupmannahöfn og njóta sem von er þeirrar sjóferðar. Óslóbátarnir, sem leggja frá Skt. Annæplads daglega kl. 17, eru stórar ferjur, þekktar fyrir þægindi, fínan mat og skemmtilega siglingu. Nýlega fékk DFDS góða hugmynd, sem eykur enn á ánægju faþega, en útgerðarfélagið bað Hauk Dór listmálara um að mála mynd sérstaklega fyrir skipin. Prýðir litógrafía hans "Á leið til elskunnar minnar" nú veggi þar, en nafnið er fengið frá meistara Þórbergi. Þá myndin á bæklingi, sem fylgir matseðlum, prýddur myndum af listamanninum að störfum og með yfirskriftinnni: Góður matur og góð listaverk eiga saman. Haukur Dór hefur framleitt 250 áritaðar litógrafíur af listaverkinu. Eru farþegum boðnar þær til kaups á pöntunarlista, sem ber mjög lofsamleg ummæli um Hauk Dór. Einstök auglýsing fyrir íslenzkan mynd listamann erlendis og vekur athygli.

Dagur eldra fólksins

Dagur eldra fólksins íslenzka í Kaupmannahöfn var fyrir skemmstu og hófst með guðsþjónustu í Skt. Pálskirkjunni. Bauð sendiherrann, Hörður Helgason, öllum kirkjugestum til kaffidrykkj unnar hjá Bergljótu Skúladóttur gestgjafa í Jónshúsi á eftir. Þar sýndi Snorri Þorsteinsson fræðslustjóri fallega kvikmynd um Vesturland og mikið var sungið af ættjarðarlögum. Snorri, sem dvalizt hefur í fræðimannsíbúðinni ásamt konu sinni, Eygló Guðmundsdóttur, hélt hér tvö afar fróðleg erindi, hið fyrra að tilhlutan stjórnar námsmannafé lagsins um áhrif danskra lýðskóla á íslenzkt skóla- og menningarlíf, en hið síðara um nýmæli í íslenskum skólamálum að beiðni Íslendingafélagsins.

Hátíðarguðsþjónusta

í Malmö

Á hvítasunnudag var íslenzk guðsþjónusta í Vestri Skrävlinge kirkju í Malmö, þar sem 2 börn voru skírð, 4 ungmenni fermd og hjónavígsla fór fram. Prestur var sr. Ágúst Sigurðsson, organisti Ann Louise Jónsson og söngfólkið bæði úr íslenzka kórnum í Lundi og frá Malmö. Fermingarbörnin heita Ágústa Arnardóttir Forberg, Aak arp, Bjartmar Þrastarson, Staffans torp, Jóhanna Þórisdóttir, Lundi og Rakel Bára Davíðsdóttir, Aaby, en nöfn brúðhjónanna eru Jón Loftsson og Jóhanna P. Björgvinsdóttir, Svedala. Eftir athöfnina var að venju sameiginleg veizla í safnaðarheimilinu, sem formaður ÍMON, Georg Franklínsson, og Margrét Jóhannesdóttir, kona hans, stóðu fyrir, en aðstandendur barnanna og brúðhjónin lögðu til kaffibrauðið af miklum myndarskap.

Íslenzkur happdrættisvinn-

ingur hjá Sokkelund Radio

Íslenzka útvarpssendingin hér í Höfn heitir Útrás og sendir um Sokkelund-útvarpsstöðina á FM 98,9 á laugardagskvöldum í vetur, vor og haust. Margir útlendir hópar og aðrir sérhópar nota þessa stöð, sem nú heldur upp á 5 ára afmæli sitt, m.a. með happdrætti og er vinningurinn í júní ferð fyrir 2 til Færeyja, en í júlí 2 miðar til Íslands í boð Flugleiða. Þátttakendur greiða peningaupphæð inn á gíróreikning vinafélags Sokkelund stöðvarinnar.

G.L.Ásg.

Morgunblaðið/Aðalbjörg Jónsdóttir

Kirkjukór íslenzka safnaðarins í Kaupmannahöfn ásamt prestshjónunum.