Sjálfsbjörg: Vilja rjúfa einangrun heyrnarlausra Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra hefur sent frá sér samþykkt þarsem skorað er á stjórnvöld að sjá til þess að félagsleg einangrun heyrnarlausra verði rofin m.a. með því að gera...

Sjálfsbjörg: Vilja rjúfa einangrun heyrnarlausra Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra hefur sent frá sér samþykkt þarsem skorað er á stjórnvöld að sjá til þess að félagsleg einangrun heyrnarlausra verði rofin m.a. með því að gera íslenskt efni í sjónvarpi skiljanlegt heyrnarlausum.

Í samþykktinni segir orðrétt: "Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar l.s.f. skorar á stjórnvöld að gera stórátak í því að rjúfa nú þegar félagslega einangrun heyrnarlausra. Sjálfsbjörg leggur áherslu áað tölvur, sem koma í stað textasíma verði almenningseign og að heyrnarlausum verði tryggð þjónusta táknmálstúlka. Sjálfsbjörg telur eðlilegt að íslenskt efni í sjónvarpi sé gert öllum skiljanlegt ­ einnig heyrnarlausum".