Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum í anda Náttúrulækningafélagsins.

Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum í anda Náttúrulækningafélagsins.

STEFNA stjórnvalda í heilbrigðismálum, heilbrigði fyrir alla árið 2000, er að sögn forsvarsmanna Náttúrulækningafélagsins mjög í anda stefnu og starfs félagsins, þá sérstaklega varðandi mikilvægi forvarnarstarfs.

Náttúrulækningafélagið varð 50 ára á síðasta ári og að sögn Jónasar Bjarnasonar forseta félagsins er starf þess margbreytilegra en flesta grunar og starfsemi heilsuhælisins mjög víðtæk. Fyrirhugað er að byggja á næstu árum fleiri hús við heilsuhælið í Hveragerði, þar á meðal heilsuskóla.

Jónas sagði að kenningar sem þóttu í tíð Jónasar Kristjánssonar skurðlæknis, sem var frumkvöðull stefnunnar hér, mjög nýstárlegar væru nú flestum kunnar.

Félagið hefur gert myndband um starfsemi sína. Kemur þar meðalannars fram að hjá félaginu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir sjúkdóma, einkum þá sem eru bein afleiðing neyslu ónáttúrulegra og óhollra efna í fæðu og óskynsam legra lifnaðarhátta.

Anna Ólafsdóttir Björnsson hefur verið ráðin ritstjóri Heilsuverndar, sem félagið hefur í 43 ár gefið út. Tímaritið kemur nú út endurbætt og er ætlað að vera leiðandi blað í heilsuvernd. Að sögn ritstjóra er fjallað á öfgalausan hátt um heilsurækt almennings og þá sérstaklega um hollt matarræði.

Eiríkur Ragnarsson er framkvæmdastjóri heilsuhælisins í Hveragerði og að hans sögn dvelja 180 dvalargestir á hælinu í einu en starfsmenn eru 90. Rekstur hælisins hefur verið erfiður síðastliðin tíu ár en á síðasta ári var tekjuafgangur 2 milljónir. Aðsókn að hælinu er mikil og eru að jafnaði 800-1200 manns á biðlista en áhverju ári dvelja um 2000 dvalargestir á hælinu og eru þar 4-6 vikur að meðaltali.

Við hlið eldra hælisins hefur hús fyrir 80 dvalargesti verið tekið í notkun en til stendur að byggja fjögur ný hús á lóðinni. Nýtt eldhús verður í einni byggingunni og mun matur þaðan verða seldur út til gesta og gangandi. Fram til þessa hefur eftirspurn eftir mat frá hælinu verið nokkur. Einnig verður byggð ný endurhæfingarstöð og heilsuskóli. Í heilsuskólanum verður fræðsla um heilbrigði og holla lifnaðarhætti. Í fjórða húsinu verða rúm fyrir 40 dvalargesti. Að sögn Eiríks er mjög mikilvægt fyrir starfsemina að húsin verði byggð og tekin í notkun næstu árin.

Við Þelamörk er fyrirhugað aðkoma upp gistiaðstöðu og heilsurækt fyrir ferðamenn í framtíðinni. Einnig er áætlað að byggja smáíbúðir fyrir almenna borgara sem geta þá keypt fæði frá hælinu, stundað heilsurækt og farið á námskeið í heilsuskólanum.

Öll þessi starfsemi fyrir almenna borgara yrði óháð heilbrigðiskerfinu en nú greiða tryggingar um 80 af hundraði að meðaltali af dvalarkostnaði.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Jónas Bjarnason forseti Náttúrulækningafélagsins.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Eiríkur Ragnarsson framkvæmdastjóri heilsuhælisins við teikningu af framtíðarskipulagi á lóð hælisins.