Hvalatalningar hefjast á ný við landið á föstudag TALNINGAR á stórhvölum úr hvalskipum eiga að hefjast 15. júlí nk," sagði Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræðingur, í samtali við Morgunblaðið.

Hvalatalningar hefjast á ný við landið á föstudag

TALNINGAR á stórhvölum úr hvalskipum eiga að hefjast 15. júlí nk," sagði Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræðingur, í samtali við Morgunblaðið. "Við ætlum einnig að telja hrefnur bæði úr flugvélum og skipum á afmörkuðu svæði 20. til 30. júlí nk. tilað samanburður fáist úr þessum tveimur mismunandi talningarað ferðum. Þessar tilraunir eru smærri í sniðum en talningarnar á síðasta ári og beinast að þvíað að auka á nákvæmni þeirra útreikninga sem gerðir voru á fjölda hvala við Ísland og á nærliggjandi hafsvæðum útfrá taln ingunum sem gerðar voru á síðasta ári," sagði Jóhann.

"Þessar tilraunir eru einnig undirbúningur okkar að skipulagningu endurtekins talningarátaks sem fram á að fara á næsta ári," sagði Jóhann. "Við munum í fyrsta skipti gera tilraun til að koma fyrir radíó sendum á hrefnum í þessum mánuði m.a. til að athuga hversu oft þær koma upp á yfirborðið en það er mikilvægt til túlkunar á talningar gögnum. Við höfum hins vegar áður komið fyrir radíósendum á langreyðum til að athuga hegðun þeirra. Norðmenn ætla að endurtaka sínar talningar í sumar og Danir ætla að telja hvali úr flugvél við Grænland í lok júlí og ágúst nk. því þeir náðu ekki að telja á því svæði í fyrra.

Átta skip tóku þátt í hvalatalning unni í fyrra, þar af þrjú íslensk. Einnig voru notaðar flugvélar til að telja hrefnur á grunnslóð. Þessar hvalarannsóknir eru þær langstærstu til þessa og heppnuðust mjög vel. Við lögðum niðurstöður þeirra fram á fundi Alþjóða hvalveið irráðsins fyrir skömmu. Þar voru menn mjög sáttir við þær en voru sammála um að hægt væri að betrumbæta túlkun á niðurstöðum með sérstökum tilraunum," sagði Jóhann.