Seðlabankinn: Drög að heimild til erlendra verðbréfakaupa Útlendingum verði jafnframt leyft að kaupa íslensk verðbréf SEÐLABANKINN hefur, að ósk viðskiptaráðherra, samið drög að auglýsingu um heimild til erlendra aðila að fjárfesta í íslenskum verðbréfum...

Seðlabankinn: Drög að heimild til erlendra verðbréfakaupa Útlendingum verði jafnframt leyft að kaupa íslensk verðbréf

SEÐLABANKINN hefur, að ósk viðskiptaráðherra, samið drög að auglýsingu um heimild til erlendra aðila að fjárfesta í íslenskum verðbréfum og að Íslendingum verði jafnframt heimilað að fjárfesta í erlendum verðbréfum.

Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði það vera tillögu bankans að tengja auglýsinguna að verulegum hluta lagafrumvarpi um verðbréfasjóði og verðbréfafyrirtæki, sem væntanlega verður lagt fram við upphaf þings í haust. Þannig ætti auglýsingin ekki að taka gildi nema að hluta fyrr en frumvarpið hefði verið afgreitt sem lög frá Alþingi.

Jón vildi ekki segja nánar hvað fælist í auglýsingadrögunum en sagðist myndu taka ákvörðun í málinu mjög fljótlega.