Fjármálaráðherra: Sturlumálinu áfrýjað til Hæstaréttar JÓN Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að áfrýja hinu svokallaða Sturlu máli til Hæstaréttar.

Fjármálaráðherra: Sturlumálinu áfrýjað til Hæstaréttar

JÓN Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að áfrýja hinu svokallaða Sturlu máli til Hæstaréttar. Sturla Kristjánsson, fyrrum fræðslustjóri í Norðurlandsumdæmi vestra, höfðaði á sínum tíma mál gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, þar sem hann taldi að sér hefði verið vikið úr embætti með ólöglegum hætti af Sverri Hermannssyni, fyrrverandi menntamálaráðherra.

Dómur gekk í málinu fyrir héraðsdómi í apríl sl. og voru Sturlu þá dæmdar 900.000 krónur í skaðabætur vegna málsins auk málskostnaðar. Upphaflega hafði Sturla farið fram á 6 milljónir króna í skaðabætur.

Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður segir að ástæður áfrýjunar innar séu þær sömu og í öðrum slíkum tilfellum. Annar málsaðila, þ.e. fjármálaráðherra, unir ekki niðurstöðu héraðsdóms í málinu.