Verslun Strikamerki ryðja sér til rúms Hafa mikla hagræðingu í för með sér STRIKAMERKI hafa viðskiptavinir verslana haft fyrir augum í nokkur ár, en þó er ekki langtum liðið síðan verslunarmenn byrjuðu að nýta sér hagræðinguna sem felst í þessum merkjum.

Verslun Strikamerki ryðja sér til rúms Hafa mikla hagræðingu í för með sér

STRIKAMERKI hafa viðskiptavinir verslana haft fyrir augum í nokkur ár, en þó er ekki langtum liðið síðan verslunarmenn byrjuðu að nýta sér hagræðinguna sem felst í þessum merkjum. Verslunardeild Sambandsins hefur nú tengst um 30 samvinnu verslunum um land allt í gegnum strikamerkjakerfi, auk þess sem ýmsar verslanir hafa tekið strikamerkin í notkun innanhúss. Má þar nefna verslun ÁTVR í Kringlunni.

Verslunardeild Sambandsins er sá aðili sem best hefur nýtt sérkosti strikamerkjanna hér á landi enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Iðntæknistofnunar, sem annast eftirlit með strikamerkinga kerfinu hérlendis. Þeir segja, að þó sé enn langt í land að Verslunardeildin fullnýti möguleika kerfisins. Fyrirkomulagið er þannig að strikamerki eru sett á hillubrúnir við allar vörutegundir í versluninni, þ.e. eitt strikamerki við hverja vörutegund. Strikamerkið er uppbyggt á þann hátt, að á því kemur fram nafn vörunnar og númer, auk númers framleiðsluaðilans. Starfsmenn verslunarinnar ganga svo um verslunina með litlar handtölvur sem hafa áfastan lestrarpenna, en þegar honum er strokið yfir strikamerkið fær tölvan strax allar upplýsingar um vöruna. Starfsmaðurinn stimplar þá inn fjölda viðkomandi vöruein inga sem vantar í hilluna, og heldur svo áfram að næstu vörutegund o.s.frv. Að sögn Arnar Arnaldsson ar hjá Einari J. Skúlasyni hf., sem seldi Verslunardeildinni þetta kerfi, er minni svona smátölvu svo öflugt að þó að hún þyrfti að geyma upplýsingar um allar vörutegundir samtímis í verslun eins og Miklagarði nægði það ekki til að fylla minni tölvunnar.

Næsta skref starfsmannsins í versluninni er að tengja tölvuna við sérstakt símtengi. Þar með er þætti starfsmannsins í vörupöntun lokið, því tölvan sér nú um að hringja í Verslunardeild Sambandsins við Holtagarða, þar sem önnur tölva tekur á móti pöntuninni. Sú er svo aftur tengd prentara, sem prentar lista yfir þær vörur sem veslunin pantaði, raðar þeim í þá röð sem hentugast er fyrir starfsmenn lagersins að safna þeim saman, og prentar auk þess strikamerki fyrir allar vörutegundirnar í pöntuninni.

Auðveldar verðbreytingar

Þegar verð á áfengi breytist þarf ÁTVR að loka verslunum sínum í einn dag vegna verðbreytinga. Þó eru tvær verslanir ÁTVR sem eru undanþegnar þessari kvöð, þ.e. verslanirnar í Kringlunni og í Ólafsvík, en þar er verslunin rekin af einkaaðila. Í þessum verslunum er notast við tölvutengt strikamerkjakerfi, sem er þannig uppbyggt að þegar sendingar berast í verslanirnar eru vörueiningarnar merktar með strikamerki í stað venjulegs verðmiða. Leysilesarar eru svo tengdir afgreiðslukössum verslananna, og þegar þeir lesa strikamerki vörueiningar fletta þeir upp í skrám tölvunnar, og gefa svo kassanum upp verð vörunnar. Þegar verðbreytingar eiga sér stað þarf því ekki að skipta um miða á hverri einustu vörueiningu, heldur aðeins að breyta verði númersins í skrá tölvunnar, og ef sama prósentuhækkun gengur yfir allar vörutegundir þarf bara að gefa tölvunni upp hækkunina, og þá breytir hún skránni sjálf. Þetta tekur u.þ.b. fimm mínútur.

Strikamerkjakerfið sem notað er á Íslandi er byggt á alþjóðlegum staðli, og hefur Rekstrartæknideild Iðntæknistofnunar Íslands séð um eftirlit og stjórnun þess. Forstöðumaður hennar er Haukur Alfreðsson, en hann nefndi ÁTVR verslunina í Ólafsvík sem dæmi um þá hagræðingu sem strikamerkjakerf ið hefði í för með sér. Þar væri sala mjög svipuð og í verslun ÁTVR á Siglufirði, en munurinn væri sá að í Ólafsvík væri einn starfsmaður í versluninni, en fjórir á Siglufirði.

Forsenda þess að strikakerfið nýtist til fulls er að allar vörur frá öllum framleiðendum og innflutn ingsaðilum séu strikamerktar, en enn sem komið er er nokkuð langt í land með að svo sé hérlendis. Sumstaðar erlendis er bannað að markaðssetja óstrikamerkta vöru, eða þá að verslunareigendur neita að selja slíka vöru. Hér er nú unnið hörðum höndum að því að kynna strikamerkin fyrir þeim framleiðendum sem ekki hafa þau enn á umbúðum vara sinna. Á næstu dögum eða vikum munu strikamerktar afurðir Mjólkursamsölunnar líta dagsins ljós.

Eins og fyrr segir var það Einar J. Skúlason hf. sem seldi Sambandinu það kerfi sem það notar í Verslunardeildinni, en það samstarf komst á eftir að Sambandið hafði gert útboð á verkinu. Tölvubúnaðurinn er af gerðinni Victor/Micr onics. Síðar kom hugbúnaðarfyrirtækið Hug hf. inn í samstarfið, en það fyrirtæki sá um að gera hluta hugbúnaðarins sem kerfið notar.

Morgunblaðið/Júlíus

SAMSTARF - Frá blaðamannafundi um strikamerkjanotkun á Íslandi. F.v. Örn Arnaldsson frá Einari J. Skúlasyni, Haukur Alfreðsson frá Iðntæknistofnun Íslands hf., Þórir Magnússon frá Hug hf., Eiður Valgarðsson frá Verslunardeild Sambandsins, Sigurður Jónsson frá Versl.d. Sambandsins og Grétar J. Sveinbjarnarson frá Einari J. Skúlasyni hf.