3. janúar 1995 | Menningarlíf | 402 orð

Rithöfundastyrkur Útvarpsins til leikritaskálds og ljóðskálds Ljóðskáld og

Rithöfundastyrkur Útvarpsins til leikritaskálds og ljóðskálds Ljóðskáld og leikritaskáld hlutu á gamlársdag styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, þeir Ísak Harðarson og Oddur Björnsson, 400 þúsund krónur hvor. Þetta er 39. árið sem þessir...

Rithöfundastyrkur Útvarpsins til leikritaskálds og ljóðskálds Ljóðskáld og leikritaskáld hlutu á gamlársdag styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, þeir Ísak Harðarson og Oddur Björnsson, 400 þúsund krónur hvor. Þetta er 39. árið sem þessir rithöfundastyrkir eru veittir og afhenti þá formaður sjóðsstjórnar Ólafur Oddsson menntaskólakennari í fyrsta sinn. Aðrir í sjóðsstjórn eru Guðrún Helgadóttir og Ólafur Haukur Símonarson frá Rithöfundasambandinu, Elfa Björk Gunnarsdóttir og Jón Karl Helgason frá Ríkisútvarpinu, en formaður er skipaður af menntamálaráðherra.

Höfðu menn á orði að þar sem athygli úthlutana hefði nánast öll beinst að skáldsagnaritun að undanförnu, væri við hæfi að hún í árslok beindist að leikritun og ljóðagerð. Í þakkarávarpi sínu nefndi Ísak Harðarson að ánægjan væri ekki aðeins peninganna vegna heldur ekki síður vegna hins, að honum sýndist eða að minnsta kosti grunaði að þessum styrk hafi oftar en ekki gegn um árin verið útdeild óháð hvikulum tískusveiflum og brigðulum vinsældum höfunda í fjölmiðlum hverju sinni. Nefndi sem dæmi Steinar Sigurjónsson er hlaut loks 1991 marklega opinbera viðurkenningu úthlutunar Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins skömmu fyrir ævilokin.

Ísak Harðarson hefur nýlega gefið út ljóðabókina Stokkseyri, eftir fjögurra ára þögn. En 1989 sendi hann frá sér smásagnasafnið Snæfellsjökull í garðinum. Í samtali við fréttamann Morgunblaðsins kvaðst hann nú geta einhent sér í skáldsöguna, sem hann hefur lengi haft hug á og er raunar aðeins byrjaður á. Meira vildi hann ekki segja um hana.

Oddur Björnsson var staddur á Bíldudal og tók sonur hans Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður við styrknum fyrir hans hönd. Í símtali sagði Oddur að hann hefði verið að leggja síðstu hönd á nýtt leikrit. Því væri eiginlega lokið og tilbúið til að senda frá sér. Auk þess sem hann hefði eins og alltaf 2-3 hugmyndir í gangi og vinnslu. Á undanförnu ári hefur Terry Gunnell verið að þýða leikrit hans Krossferðina, þeir verið að ganga frá því í sameiningu og handritið nýsent utan. Oddur Björnsson hefur skrifað 25 útvarpsleikrit, sem öll hafa verið flutt í Ríkisútvarpinu, og nokkur þeirra erlendis, í Bretlandi og Þýskalandi. Síðasta leikrit Odds á sviði var Þrettánda krossferðin í Þjóðleikhúsinu.

Við úthlutun úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins á gamlárdag. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Ólafur Oddsson formaður sjóðsstjórnar, ljóðskáldið og verðlaunahafinn Ísak Harðarson og Vigdís Finnbogadóttir forseti að óska dóttur hans Kötlu til hamingju með föðurinn, þá Hilmar Oddsson, sem tók við verðlaununum fyrir hönd föður síns Odds Björnssonar og lengst til hægri er Hera Hilmarsdóttir, leikkona úr sjónvarpsmyndinni Hvíti dauðinn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.