Verk Banksy á Bataclan í París.
Verk Banksy á Bataclan í París.
Veggmynd sem götulistamaðurinn kunni en þó óþekkti, Banksy, málaði á neyðarútgang tónleikastaðarins Bataclan í Parísarborg var stolið um helgina. Tónleikastaðurinn komst í heimsfréttirnar þegar hryðjuverkamenn myrtu þar 90 gesti í nóvenber árið 2013.

Veggmynd sem götulistamaðurinn kunni en þó óþekkti, Banksy, málaði á neyðarútgang tónleikastaðarins Bataclan í Parísarborg var stolið um helgina.

Tónleikastaðurinn komst í heimsfréttirnar þegar hryðjuverkamenn myrtu þar 90 gesti í nóvenber árið 2013. Fjölmiðlar í Frakklandi greina frá því að hurðinni hafi verið stolið aðfaranótt laugardags af mönnum sem komu þar að í sendibíl. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Bataclan segir að verk Banksys, tákn minningarinnar sem tilheyrir jafnt Parísarbúum sem heimsbyggðinni, hafi verið fjarlægt.

Myndin á neyðardyrunum sýnir manneskju með sorgarblæju og var komin þar upp í júní í fyrra og þá birti Banksy mynd af henni á instagram-reikningi sínum. Nokrum þekktum útilistaverkum Banksys hefur verið stolið og einhver seld fyrir háar upphæðir, þrátt fyrir að hann hvetji áhugasama kaupendur til að kaupa þau ekki.