Fyrrverandi starfsmaður Fríhafnarinnar ehf. í Leifsstöð hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið peninga ófrjálsri hendi úr sjóðsvélum í Fríhöfninni í apríl og maí árið 2016. Alls dró konan sér 391.

Fyrrverandi starfsmaður Fríhafnarinnar ehf. í Leifsstöð hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið peninga ófrjálsri hendi úr sjóðsvélum í Fríhöfninni í apríl og maí árið 2016. Alls dró konan sér 391.000 krónur úr kössunum á rúmum mánuði.

Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness 11. janúar síðastliðinn. Í dómnum kemur fram að konan hafi í átján skipti seilst í sjóðsvélar Fríhafnarinnar og tekið á bilinu 7.000-50.000 krónur úr kassanum í hvert sinn.

Konan mætti ekki fyrir dóm, en framlögð gögn þóttu nægileg til sakfellingar.