Guðrún Inga Sívertsen
Guðrún Inga Sívertsen
Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, gefur ekki kost á sér í stjórnarkjöri á ársþingi KSÍ 9. febrúar. Guðrún Inga hefur setið í stjórninni samfleytt frá árinu 2007 og verið varaformaður undanfarin ár.

Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, gefur ekki kost á sér í stjórnarkjöri á ársþingi KSÍ 9. febrúar. Guðrún Inga hefur setið í stjórninni samfleytt frá árinu 2007 og verið varaformaður undanfarin ár.

Vignir Már Þormóðsson dregur sig einnig í hlé ásamt varastjórnarmönnunum Kristni Jakobssyni og Ingvari Guðjónssyni.

Ásgeir Ásgeirsson, Davíð Rúrik Ólafsson og Þorsteinn Gunnarsson hafa boðið sig fram í stjórnarkjörinu, ásamt Borghildi Sigurðardóttur og Magnúsi Gylfasyni sem gefa kost á sér áfram, og þar verða því fimm í baráttu um þau fjögur sæti sem laus eru í aðalstjórninni í ár. Gísli Gíslason, Ingi Sigurðsson, Ragnhildur Skúladóttir og Valgeir Sigurðsson voru kjörin til tveggja ára í fyrra og þá verða ekki breytingar á aðalfulltrúum landsfjórðunga. Jakob Skúlason, Björn Friðþjófsson, Bjarni Ólafur Birkisson og Tómas Þóroddsson gefa kost á sér áfram án mótframboða.

Guðjón Bjarni Hálfdánarson, Hilmar Þór Norðfjörð og Þóroddur Hjaltalín bjóða sig fram til varastjórnar ásamt Jóhanni Torfasyni sem situr þar fyrir og því eru fjórir í framboði um þrjú sæti.

Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson verða tveir í framboði til formanns KSÍ. vs@mbl.is