Á þingfundi í dag verður lagt fram frumvarp um að sálfræðiþjónusta verði færð undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands, en sálfræðiþjónusta er nú undanskilin almennri greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.

Á þingfundi í dag verður lagt fram frumvarp um að sálfræðiþjónusta verði færð undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands, en sálfræðiþjónusta er nú undanskilin almennri greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.

Í greinargerð frumvarpsins segir að markmiðið með frumvarpinu sé að þjónustan verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. Því sé ætlað að tryggja aðgengi einstaklinga að sálfræðiþjónustu. Þar er enn fremur greint frá mikilvægi þess að tryggja að þeir sem séu með virk einkenni fái lausn á vanda sínum sem fyrst til að koma í veg fyrir vítahring lyfja, þunglyndis og óvirkni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður og í fréttatilkynningu segir að að minnsta kosti 21 þingmaður muni flytja frumvarpið með Þorgerði.