Brexit Mótmælt við breska þingið.
Brexit Mótmælt við breska þingið. — Morgunblaðið/Gunnlaugur
Tom Tugendhat, formaður utanríkismálanefndar breska þingsins, segir markmið meirihlutans að geta staðið við loforðið um að fylgja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu Breta úr ESB.

Tom Tugendhat, formaður utanríkismálanefndar breska þingsins, segir markmið meirihlutans að geta staðið við loforðið um að fylgja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu Breta úr ESB. Bæði Evrópusambandið og Bretland hafi hag af því að ná samningi um útgönguna.

Erfitt getur reynst að ná sátt um slíkan samning í breska þinginu, en til stendur að ræða 19 breytingartillögur í dag; tillögur sem til þess eru fallnar að breyta í grundvallaratriðum samningnum sem var felldur, að sögn Tugendhats. Ekki er hægt að útiloka að Bretar gangi úr sambandinu án samnings. 14