Tryggvi Hrafn Haraldsson
Tryggvi Hrafn Haraldsson
Skagamenn, sem verða nýliðar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á komandi tímabili, hafa fengið góðan liðsauka en Tryggvi Hrafn Haraldsson er kominn aftur í raðir ÍA eftir hálfs annars árs dvöl hjá Halmstad í Svíþjóð.

Skagamenn, sem verða nýliðar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á komandi tímabili, hafa fengið góðan liðsauka en Tryggvi Hrafn Haraldsson er kominn aftur í raðir ÍA eftir hálfs annars árs dvöl hjá Halmstad í Svíþjóð. Tryggvi, sem er 22 ára og á þrjá A-landsleiki að baki, var markahæsti leikmaður ÍA í úrvalsdeildinni 2017 með 5 mörk eftir 13 leiki þegar hann fór til Halmstad í ágúst. Hann skoraði tvö mörk í níu leikjum í úrvalsdeildinni með Halmstad það sem eftir var af tímabilinu. Liðið féll og hann skoraði eitt mark í átján leikjum í B-deildinni 2018. ÍA heldur því áfram að þétta raðirnar en áður eru m.a. komnir á Skagann þeir Gonzalo Zamorano frá Víkingi í Ólafsvík, Viktor Jónsson frá Þrótti í Reykjavík og Óttar Bjarni Guðmundsson frá Stjörnunni. vs@mbl.is