Ófærð Hér fær Andri bara vatn að drekka, enga mjólk.
Ófærð Hér fær Andri bara vatn að drekka, enga mjólk. — Ljósmynd/Lilja Jóns
„Þú getur ekki þrammað hérna um eins og björn í tilvistarkreppu,“ sagði Hinrika (Ilmur Kristjánsdóttir) lögreglustjóri við Andra rannsóknarlögreglumann (Ólaf Darra) í síðasta þætti af Ófærð 2.

„Þú getur ekki þrammað hérna um eins og björn í tilvistarkreppu,“ sagði Hinrika (Ilmur Kristjánsdóttir) lögreglustjóri við Andra rannsóknarlögreglumann (Ólaf Darra) í síðasta þætti af Ófærð 2. Einhver magnaðasta setningin í þessari þáttaröð, þegar Andri er tekinn á beinið fyrir utan lögreglustöðina, orðinn bugaður af áhyggjum af dóttur sinni.

Önnur serían af Ófærð rær á allt önnur mið en sú fyrsta en þar sem sögusviðið er sami bærinn og áður, og sömu löggurnar, þá er auðvelt að fara ósjálfrátt í samanburð. Hvar er t.d. íbúinn handan fjarðarins með sjónaukann, sem Sigurður Skúlason lék svo ágætlega? Maðurinn sem sá inn í skúmaskot bæjarbúa og reyndist lögreglunni ágætur liðsauki. Ljósvaki hefur misst af því ef hann var drepinn eða skrifaður með öðrum hætti út úr handritinu.

En krúttlegast af öllu er mjólkurást Andra. Ósjaldan sést hann þamba mjólk og líklega er þetta fyrsta skáldaða löggan í sögunni sem elskar mjólk, en sú starfstétt er yfirleitt að þamba bjór eða þaðan af sterkara á öldurhúsum. En Ljósvaki skilur Andra mjög vel. Mjólk er góð, t.d. með pylsum – líka fyrir birni í tilvistarkreppu.

Björn Jóhann Björnsson