Hlutabréf Arion banka hækkuðu um 3,2% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Var það mesta hækkunin sem sást meðal félaga á aðallista hennar. Námu viðskipti með bréf í bankanum 85 milljónum krón.

Hlutabréf Arion banka hækkuðu um 3,2% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Var það mesta hækkunin sem sást meðal félaga á aðallista hennar. Námu viðskipti með bréf í bankanum 85 milljónum krón. Næst mest var hækkunin með bréf Sjóvár en þau hækkuðu um ríflega 1% í 88 milljóna króna viðskiptum. Skammt á hæla Sjóvár komu svo bréf Icelandair Group sem hækkuðu um 1,04% í 102 milljóna króna viðskiptum.

Mesta lækkun á markaðnum kom fram í viðskiptum með bréf Regins . Þau lækkuðu um 1,79% í 197 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf Skeljungs um 1,63% í takmörkuðum viðskiptum upp á 35 milljónir króna.