RÚV Kostun á þættinum Golfið braut gegn lögum um stofnunina.
RÚV Kostun á þættinum Golfið braut gegn lögum um stofnunina. — Morgunblaðið/Eggert
RÚV hefur verið gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um Ríkisútvarpið, að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar vegna kostunar Golfsambands Íslands á þáttaröðinni Golfið sem var á dagskrá RÚV síðasta sumar.

RÚV hefur verið gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um Ríkisútvarpið, að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar vegna kostunar Golfsambands Íslands á þáttaröðinni Golfið sem var á dagskrá RÚV síðasta sumar.

Síminn hf. kvartaði til fjölmiðlanefndar 23. maí 2018 og taldi fyrirtækið að RÚV hefði brotið gegn lögum með því að leyfa Golfsambandinu að kosta sjónvarpsþáttinn Golfið sem sýndur var 22. maí.

Samkvæmt lögum er RÚV eingöngu heimilt að kosta stóra dagskráliði og útsendingar innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá.

„Kvað Ríkisútvarpið umfjöllun þáttanna ótvírætt falla undir heimildir 7. gr. laga um Ríkisútvarpið [...] til að afla tekna með kostun við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllunar um þá. Í þáttunum væru helstu mótum sumarsins gerð skil,“ segir í ákvörðun fjölmiðlanefndar um afstöðu RÚV.

Hvatti Síminn til þess að RÚV yrði beitt hámarkssektum og að salan yrði stöðvuð „án tafar til að Ríkisútvarpið ylli ekki frekari skaða á samkeppnismarkaði í skjóli ríkisstyrkja.“