Keppni Tölvuspil eru áhugaverður leikur sem reynir á skerpu og eftirtekt.
Keppni Tölvuspil eru áhugaverður leikur sem reynir á skerpu og eftirtekt. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Um 2.500 keppendur taka þátt í Reykjavíkurleikunum, Reykjavik International Games, sem nú eru haldnir í tólfta sinn. Keppnisdagskráin skiptist á tvær helgar, 24.-27. janúar og svo verður keppt um næstu helgi, 30. hanúar til 3. febrúar.

Um 2.500 keppendur taka þátt í Reykjavíkurleikunum, Reykjavik International Games, sem nú eru haldnir í tólfta sinn. Keppnisdagskráin skiptist á tvær helgar, 24.-27. janúar og svo verður keppt um næstu helgi, 30. hanúar til 3. febrúar. Flest besta íþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu og á sjöunda hundrað alþjóðlegir keppendur.

Keppnin fer að mestu fram í Laugardalnum en einnig í Egilshöll, á Skólavörðustíg og víðar. Íþróttagreinarnar sem keppt er í eru mjög fjölbreyttar og verður meðal annars í fyrsta sinn efnt til keppni í rafíþróttum.

Í tengslum við Reykjavíkurleikana verður einnig efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu sem ber yfirskriftina Eru íþróttir leikvangur ofbeldis? Ráðstefnan er haldin í samvinnu Reykjavíkurborgar og ÍBR ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Ungmennafélagi Íslands, Háskólanum í Reykjavík og menntamálaráðuneyti og verður í húsnæði HR miðvikudaginn 30. janúar. Vinnustofur um sama málefni verða svo 31. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.