Kelly Clarkson hoppaði um 96 sæti milli vikna.
Kelly Clarkson hoppaði um 96 sæti milli vikna.
Fyrrverandi American Idol sigurvegarinn Kelly Clarkson var heldur betur í essinu sínu á þessum degi árið 2009. Þá setti hún met í sögu Billboard-vinsældalistans þar sem hún stökk upp listann um heil 96 sæti.
Fyrrverandi American Idol sigurvegarinn Kelly Clarkson var heldur betur í essinu sínu á þessum degi árið 2009. Þá setti hún met í sögu Billboard-vinsældalistans þar sem hún stökk upp listann um heil 96 sæti. Lagið hennar „My Life Would Suck Without You“ fór úr 97. sæti og upp í það fyrsta á einni viku. Því var halað niður hvorki meira né minna en 280 þúsund sinnum fyrstu vikuna eftir að það kom út. Það hjálpaði eflaust til að brot úr myndbandi lagsins var sýnt í auglýsingahléi American Idol þættinum þá vikuna sem gríðarlegt áhorf var á.