[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það kemur kannski einhverjum á óvart að forsprakki hljómsveitarinnar Valdimars, einnar vinsælustu hljómsveitar síðustu ára, skuli hafa verið rólegur og feiminn unglingur sem þoldi ekki að vera í sviðsljósinu.
Það kemur kannski einhverjum á óvart að forsprakki hljómsveitarinnar Valdimars, einnar vinsælustu hljómsveitar síðustu ára, skuli hafa verið rólegur og feiminn unglingur sem þoldi ekki að vera í sviðsljósinu. Frá þessu sagði Valdimar Guðmundsson í Lögum lífsins hjá Sigga Gunnars á K100. „Ég var nett feiminn. Ég man að ég mætti rosa lítið ef það voru diskótek í skólanum eða eitthvað. Samt átti ég alveg vini en var aldrei gaurinn sem var mættur alls staðar í stuði,“ sagði Valdimar, sem í dag hefur það að aðalstarfi að standa uppi á sviði og skemmta fólki. Nánar á k100.is.