Eltir síldina Háhyrningur í firði í Norður-Noregi, nálægt landamærunum að Rússlandi. Háhyrningum hefur fjölgað mjög á þessum slóðum síðustu ár.
Eltir síldina Háhyrningur í firði í Norður-Noregi, nálægt landamærunum að Rússlandi. Háhyrningum hefur fjölgað mjög á þessum slóðum síðustu ár. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Noregi. AFP. | Háhyrningum hefur fjölgað mjög í Norður-Noregi og er það rakið til þess að aðalfæða þeirra, síldin, hefur fært sig norðar vegna hlýnunar sjávar.

Noregi. AFP. | Háhyrningum hefur fjölgað mjög í Norður-Noregi og er það rakið til þess að aðalfæða þeirra, síldin, hefur fært sig norðar vegna hlýnunar sjávar. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa notið góðs af þessu og hvalaskoðunarferðir hafa notið mikilla vinsælda á svæðinu, meðal annars meðal áhugakafara. Ekki er óalgengt að nokkrir bátar með tugi ferðamanna séu samtímis í sama firðinum og að bátar og kafarar séu aðeins nokkra metra frá háhyrningum.

„Norsk stjórnvöld stefna að því að setja reglur sem lagðar hafa verið til um hvalaskoðunina,“ sagði Tore Haug, sérfræðingur í sjávarspendýrum við Hafrannsóknastofnun Noregs í Tromsø. „Hvalaskoðun er góð leið til að fræða fólk um dýrin og líf þeirra í höfunum en of margir hvalaskoðarar geta valdið vandamálum,“ sagði Pierre Robert de Latour, sérfræðingur í háhyrningum. Hann telur að um 1.500 háhyrningar séu við strendur Norður-Noregs, tvöfalt fleiri en fyrir tveimur áratugum.

Hann rekur fjölgunina til þess að síldin hafi fært sig norðar á veturna vegna hlýnunar sjávar. „Þegar horft er til langs tíma má gera ráð fyrir því að hún færi sig enn norðar. Ef síldarstofnarnir minnka hefur það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir hvali, sjófugla og þorskinn.“