Ásgeir Börkur Ásgeirsson
Ásgeir Börkur Ásgeirsson
Miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur gengið í raðir nýliða HK í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og samið við félagið til eins árs. Frá þessu var greint í gær. Ásgeir Börkur kemur frá uppeldisfélagi sínu Fylki, en hann yfirgaf félagið í haust.

Miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur gengið í raðir nýliða HK í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og samið við félagið til eins árs. Frá þessu var greint í gær.

Ásgeir Börkur kemur frá uppeldisfélagi sínu Fylki, en hann yfirgaf félagið í haust. Ágeir Börkur er 31 árs og hefur spilað 139 leiki með Fylki í efstu deild en hefur auk þess leikið með GAIS í Svíþjóð og Sarpsborg í Noregi á sínum ferli.

Ásgeir Börkur kom við sögu í 20 deildarleikjum með Fylki í fyrra en þar hefur hann verið fyrirliði undanfarin ár.

Ásgeir Börkur er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir HK á aðeins örfáum dögum, en um helgina var tilkynnt um vistaskipti Arnþórs Ara Atlasonar frá Breiðabliki í HK.

sport@mbl.is