Freydís Halla Einarsdóttir
Freydís Halla Einarsdóttir
Þau Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason, landsliðsfólk í alpagreinum, náðu góðum árangri í skíðabrekkunum á alþjóðlegum FIS-mótum erlendis um síðustu helgi.

Þau Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason, landsliðsfólk í alpagreinum, náðu góðum árangri í skíðabrekkunum á alþjóðlegum FIS-mótum erlendis um síðustu helgi.

Freydís Halla keppti í svigi í Okemo í Vermont í Bandaríkjunum á laugardag og náði þar fimmta sæti af 104 keppendum. Fyrir það hlaut hún 38,11 FIS-stig. Tími hennar var samanlagður 1:23,20 mínútur og var hún 1,51 sekúndu frá efsta sætinu.

Sturla keppti sömuleiðis í svigi í Sudelfed í Þýskalandi á sunnudaginn og náði þar sjöunda sæti af 74 keppendum. Fyrir það hlaut hann 38,13 FIS-stig. Tími hans var samanlagður 1:32,37 mínútur og var hann 3,45 sekúndum frá efsta sætinu. yrkill@mbl.is