Úr leik Theodór Sigurbjörnsson er markahæsti leikmaður ÍBV.
Úr leik Theodór Sigurbjörnsson er markahæsti leikmaður ÍBV. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Theodór Sigurbjörnsson reiknar ekki með að leika með Íslandsmeisturum ÍBV í handknattleik karla það sem eftir er leiktíðar.

Theodór Sigurbjörnsson reiknar ekki með að leika með Íslandsmeisturum ÍBV í handknattleik karla það sem eftir er leiktíðar. Ekki er nóg með það því stórskyttan Sigurbergur Sveinsson leikur heldur ekki með Eyja-liðinu á næstunni vegna aðgerðar á ökkla sem hann gekkst undir í síðasta mánuði. Eins og nærri má geta er um mikla blóðtöku að ræða fyrir ÍBV-liðið sem situr í sjötta sæti Olís-deildarinnar með 13 stig eftir 14 leiki.

„Ég er með eitthvert vesen í brjóski í bakinu og þetta hefur verið að angra mig síðan í nóvember. Síðasti kosturinn er að fara í aðgerð en ég mun byrja á því að fara í endurhæfingu sem mun taka dágóðan tíma. Eftir þær fréttir sem ég fékk hjá lækninum í gær þá má reikna með því að ég spili ekkert meira með í vetur,“ sagði Theodór við mbl.is í gær.

Sigurbergur vonast til þess að geta leikið með ÍBV í úrslitakeppninni sem hefst í síðari hluta apríl. sport@mbl.is