Einn höfunda Sverrir Jakobsson.
Einn höfunda Sverrir Jakobsson.
Tímaritið Gripla XXIX er komið út. Ritstjórar eru Emily Lethbridge og Rósa Þorsteinsdóttir.

Tímaritið Gripla XXIX er komið út. Ritstjórar eru Emily Lethbridge og Rósa Þorsteinsdóttir.

Gripla er ritrýnt tímarit sem kemur út einu sinni á ári og er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Birtar eru útgáfur á stuttum textum, greinar og ritgerðir og stuttar fræðilegar athugasemdir.

Í Griplu 2018 eru m.a. níu ritrýndar greinar og útgáfur, fjórar á íslensku, fjórar á ensku og ein á frönsku. Heimir Pálsson fjallar um tvær gerðir Skáldskaparmála Snorra-Eddu, Anders Winroth um íslenskan kirkjurétt hvað varðar skemmri skírn og hjónaband, og Brynja Þorgeirsdóttir um ritgerðina „Af náttúru mannsins og blóði“ í Hauksbók. Meðal annars efnis veltir Þórhallur Eyþórsson fyrir sér merkingu orðsins „aldrnari“, Árni Heimir Ingólfsson dregur fram tvö íslensk söngbókarbrot frá 16. öld sem varðveitt eru í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi og Sverrir Jakobsson ber norrænar heimildir um Aðalstein Englandskonung saman við aðrar.