Kaupfélag Eyfirðinga: Kaupfélagsstjórastaðan ekki auglýst opinberlega STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hyggst ráða nýjan kaupfélagsstjóra sem fyrst í stað Vals Arnþórssonar sem tekur við bankastjórastöðu í Landsbanka Íslands um áramót.

Kaupfélag Eyfirðinga: Kaupfélagsstjórastaðan ekki auglýst opinberlega

STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hyggst ráða nýjan kaupfélagsstjóra sem fyrst í stað Vals Arnþórssonar sem tekur við bankastjórastöðu í Landsbanka Íslands um áramót. Jóhannes Sigvaldason stjórnarformaður KEA sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnin gerði sér vonir um að hægt yrði að ráða eftirmann Vals fyrir miðjan ágúst og eru því tvær vikur til stefnu.

Jóhannes sagði stjórnina hafa komið saman sl. miðvikudag tilað ræða um hvernig standa bæri að ráðningu nýs kaupfélagsstjóra og hefðu menn verið sammála umað auglýsa stöðuna ekki, heldur yrði manns í stöðuna leitað með öðrum hætti. Jóhannes sagði heppilegast að nýr kaupfélagsstjóri gæti hafið störf sem fyrst til að setja sig inn í málefni KEA áður en Valur hættir endanlega. Ekki vildi Jóhannes ræða um hvort viðræður stæðu yfir við hugsanlega eftirmenn eða hvort valið stæði á milli margra.

Á stjórnarfundinum sl. miðvikudag var jafnframt rekstrarstaða KEA rædd og sagði Jóhannes ljóst að róðurinn yrði mun erfðari í ár en í fyrra. Þess má geta að hagnaður af rekstri KEA á síðasta ári nam rúmum 50 milljónum króna.

Kaupfélag Eyfirðinga rekur frystihús í Hrísey og á Dalvík auk saltfisksöltunar í Grímsey. Jóhannes kvað ástandið hvað verst í frystingunni, en það væri ekkert nýtt. Fjármagns- og launakostnaður hefur hækkað mikið að undanförnu, en gengið hefur ekki lækkað eins mikið og nauðsynlegt er til að jafna þetta. Frystihús alls staðar á landinu ættu í miklum erfiðleikum þessa dagana og KEA lyti sömu lögmálum og önnur fyrirtæki í landinu. Reksturinn er mjög þungur þó engar tölur liggi fyrir um það enn sem komið er. Samdráttur hefur átt sér stað víða í þjóðfélaginu og höfum við sérstaklega orðið varir við það í verslun hjá okkur enda fer hans aðgæta um leið og útflutningsatvinnuvegirnir standa ekki undir sér.