Indland: Eitruð matarolía lamar fjögur hundruð Kalkútta. Reuter. YFIRVÖLD í Kalkútta í indverska ríkinu Vestur-Bengal skýrðu frá því í gær að rúmlega 400 manns hefðu lamast og mörg þúsund hefðu veikst af völdum eitraðrar matarolíu.

Indland: Eitruð matarolía lamar fjögur hundruð Kalkútta. Reuter.

YFIRVÖLD í Kalkútta í indverska ríkinu Vestur-Bengal skýrðu frá því í gær að rúmlega 400 manns hefðu lamast og mörg þúsund hefðu veikst af völdum eitraðrar matarolíu. Sagt var að 11 hefðu þegar verið handteknir vegna eitrunarinnar og lögregla væri enn að rannsaka málsatvik.

"Einhver hefur gert þetta af ásettu ráði," sagði upplýsingamálaráðherra ríkisins, Bhuddadev Bhattacharya. Hann sagði að 415 hefðu verið lagðir á sjúkrahús, lamaðir fyrir neðan mitti. Fyrst varð vart við sjúkdóminn fyrir tveim vikum og heilbrigðismálaráðherra ríkisins sagði að tala sjúklinga hækkaði daglega. Blandað hafði verið skordýraeitri í olíuna sem seld var í verslunum er stjórnvöld hafa eftirlit með, að sögn embættismanna.