Noregur: Fangar misnota mannúð Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA lögreglan leitar nú fíkniefnasmyglarans Jónasar Wolds en hann flúði fyrir nokkrum dögum úr fangelsi með því að nýta sér ótrúlega slaka gæslu.

Noregur: Fangar misnota mannúð Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins.

NORSKA lögreglan leitar nú fíkniefnasmyglarans Jónasar Wolds en hann flúði fyrir nokkrum dögum úr fangelsi með því að nýta sér ótrúlega slaka gæslu. Fyrir tveim árum hlaut Wold átján ára fangelsi; þyngsta fíkniefna dóm í norskri sögu.

Jónas Wold varð 33 ára fyrir nokkrum dögum. Hann fékk leyfi tilað fagna afmælinu á veitingastað skammt frá fangelsinu í Moss þarsem hann afplánar dóminn. Viðstaddir voru fangavörður og félagsráðgjafi sem síðar kom í ljós að var náinn vinur Wolds. Meðan á borðhaldinu stóð stakk Wold af og virðist hafa komist á skip á Oslóar-firði. Yfirmanni Moss-fangelsis, sem veitti Wold útivistarleyfið, hefur verið vikið frá.

Norska lögreglan leitar jafnframt að Erik Fallo sem sat inni fyrir að hafa smyglað 450.000 brennivíns flöskum til Noregs. Fallo fékk leyfi til að fara í sumarleyfi til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni og er nú horfinn.