Tillögur Pretoríu-stjórnarinnar: Suður-Afríkuher frá Namibíu í nóvember Pretoríu. Reuter. Utanríkisráðherra SuðurAfríku, Pik Botha, sagði á fréttamannafundi í gær að brottför suður-afrískra hermanna frá Namibíu gæti hafist 1. nóvember.

Tillögur Pretoríu-stjórnarinnar: Suður-Afríkuher frá Namibíu í nóvember Pretoríu. Reuter. Utanríkisráðherra SuðurAfríku, Pik Botha, sagði á fréttamannafundi í gær að brottför suður-afrískra hermanna frá Namibíu gæti hafist 1. nóvember. Síðan væri hægt að halda frjálsar kosningar í landinu 1. júní 1989 undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Skilyrðin fyrir því að þetta yrði hægt væru að sjö búðir skæruliða Afríska þjóðarráðsins, ANC, í Angólu yrðu lagðar niður og allir kúbverskir hermenn í Angólu yrðu á brott frá landinu fyrir kjördag.

"Verði fallist á þessar tillögur erþað sannfæring suður-afrískra stjórnvalda að enginn muni tapa og allar þjóðir og ríki í suðurhluta Afríku muni hagnast," sagði Botha. Angóla, Kúba og Suður-Afríka náðu nýlega samkomulagi um 14 grundvallarskilyrði fyrir friði í Angólu og sjálfstæði Namibíu.

Botha sagði að stjórn hans hefði lagt til að vopnahlé stríðandi aðila í Angólu hæfist 10. ágúst. Á síðasta ári hófu suður-afrískar hersveitir að berjast með skæruliðum UNITAhreyfingarinnar sem undir stjórn Jonas Savimbi berjast gegn kommúnistastjórn Angólu er hins vegar nýtur stuðnings 50 þúsund kúbverskra hermanna. Í Namibíu hafa skæruliðar SWAPO-hreyfingarinnar barist fyrir sjálfstæði gegn SuðurAfríkumönnum um 22 ára skeið.

Botha sagði stjórn sína leggja tilað Suður-Afríkumenn yrðu á brott með lið sitt frá Angólu 1. september og samtímis skyldu skæruliðar SWAPO leggja niður vopn.

Pik Botha