"Sá vélina stingast niður hægra megin við mig" EINN sjónarvotta að flugslysinu á Reykjavíkurflugvelli, Jón Óli Sigurðsson, hafði ekið vestur Hringbraut og var að beygja suður Vatnsmýrarveg. Hann sá ekki flugvélina í aðfluginu en sá hann hrapa til jarðar.

"Sá vélina stingast niður hægra megin við mig"

EINN sjónarvotta að flugslysinu á Reykjavíkurflugvelli, Jón Óli Sigurðsson, hafði ekið vestur Hringbraut og var að beygja suður Vatnsmýrarveg. Hann sá ekki flugvélina í aðfluginu en sá hann hrapa til jarðar. Hann var með myndavél í bílnum og snaraðist hann út úr bílnum og tók myndir af slysinu.

"Ég var kominn yfir gatnamótin þegar ég heyri mikinn vélargný. Ég veit ekki hvort flugmaðurinn hefur verið að botngefa vélinni til að ná henni aftur á loft eða hvort hann hafi verið að reyna að ná henni á loft aftur vegna þess að hann hafi komið of lágt inn. Ég sá ekki að flugið því ég var kominn það langt. En ég sá vélina koma hallandi innog nefið og vængurinn stakkst í jörðina. Ég sá hana bara stingast niður hægra megin við mig. Það kviknaði eldur um leið og hún kom við jörðina. Það var aðallega reykur, maður sá varla eldinn fyrir reyk.

­ Hvernig varð þér við?

"Mér brá náttúrulega. En ég stöðvaði bílinn, greip myndavélina og fór að taka myndir. Það var ausandi rigning og lágskýjað og það dreif strax að mikinn fjölda fólks," sagði Jón Óli Sigurðsson.

Jón Óli Sigurðsson.