Geoterrex í Ottawa: Engar upplýsingar TALSMAÐUR eigenda flugvélarinnar sem fórst í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli, fyrirtækisins Geoterrex í Ottawa í Kanada, vildi ekkert láta hafa eftir sér um flugslysið er blaðamaður hafði samband við hann í gær.

Geoterrex í Ottawa: Engar upplýsingar

TALSMAÐUR eigenda flugvélarinnar sem fórst í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli, fyrirtækisins Geoterrex í Ottawa í Kanada, vildi ekkert láta hafa eftir sér um flugslysið er blaðamaður hafði samband við hann í gær.

"Við erum önnum kafnir við að afla upplýsinga um það sem gerðist," sagði hann. Hann vildi hvorki gefa upp nöfn né aðrar upplýsingar um þá sem fórust, að svo stöddu.