Grænland: Leit talin tilefnislaus LEIT, sem hófst á föstudag að skipi sem talið var nauðstatt suður af Grænlandi, hefur verið hætt og er nú talin hafa verið tilefnislaus.

Grænland: Leit talin tilefnislaus

LEIT, sem hófst á föstudag að skipi sem talið var nauðstatt suður af Grænlandi, hefur verið hætt og er nú talin hafa verið tilefnislaus.

Dönsk farþegaþota sá fjölmörg neyðarblys á lofti um 120 mílur suður af Grænlandi að morgni föstudagsins og hófst í framhaldi af því víðtæk leit skipa og flugvéla að nauðstöddu skipi. Flugvél frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli tók þátt í leitinni fyrst í stað. Leitarvélar töldu sig sjá olíubrák á hafinu en samkvæmt upplýsingum leitarstjórnarinnar á Grænlandi gæti hún átt sér aðrar og eðlilegar skýringar. Einskis skips er saknað og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þarna hafi skip átt í vandræðum. Leit hefur því verið hætt.