Líklegar orsakir slyssins REYNDIR flugmenn sem Morgunblaðið ræddi við töldu líklegast að eitt af þrennu hafi farið úrskeiðis hjá áhöfn kanadísku vélarinnar.

Líklegar orsakir slyssins

REYNDIR flugmenn sem Morgunblaðið ræddi við töldu líklegast að eitt af þrennu hafi farið úrskeiðis hjá áhöfn kanadísku vélarinnar.

Í fyrsta lagi að vélin hafi ofris ið, verið á það lítilli ferð að vængurinn hafi ekki borið hana og hún "hætt að fljúga". Sé vél í slíkri stöðu gefið fullt afl í lítilli hæð, gerir það illt verra að sögn viðmælenda blaðsins.

Í öðru lagi var það nefnt sem skýring að bilun hafi orðið í vængbörðum vélarinnar og í þriðja lagi að bilun hafi orðið í öðrum hreyfli vélarinnar. Það kemur heim og saman við framburð margra sjónarvotta að vélarhljóðið hafi verið óeðlilegt þegar inngjöf var aukin.