Samgönguráðherra á ferð um Austurland Seyðisfirði. MATTHÍAS Á. Mathiesen samgönguráðherra verður á ferðum norðurhluta Austurlands dagana 4.-6. ágúst. Hann mun skoða hafnar- og samgöngumannvirki, fara í heimsóknir í fyrirtæki og hitta sveitarstjórnarmenn.

Samgönguráðherra á ferð um Austurland Seyðisfirði.

MATTHÍAS Á. Mathiesen samgönguráðherra verður á ferðum norðurhluta Austurlands dagana 4.-6. ágúst. Hann mun skoða hafnar- og samgöngumannvirki, fara í heimsóknir í fyrirtæki og hitta sveitarstjórnarmenn.

Ferðin hefst á Egilsstöðum fimmtudagsmorguninn 4. ágúst kl. 8.00 þar sem hann skoðar framkvæmdir við Egilsstaðaflugvöll og ræðir við ráðamenn flugvallarins og forsvarsmenn bygg ingarverktakanna þar. Síðan mun hann hitta oddvita Fellabæjar og heimsækja fyrirtæki.

Farið verður til Seyðisfjarðar þar sem hann ræðir við bæjarstjóra og bæjarráðsmenn, skoðar hafnarmannvirki og farþegaferj una Norrönu sem kemur til Seyðisfjarðar á hverjum fimmtudagsmorgni. Hann fundar með stjórnum Sjálfstæðisfélaga á Austurlandi og sveitarstjórnarmönnum Sjálfstæðisflokksins í hádeginu á Hótel Valaskjálf.

Ráðherra verður með viðtalstíma í Valaskjálf kl. 14.30 og kl. 16.00 hittir hann samgöngunefnd og framkvæmdastjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Um kvöldið verður hann á opnum fundi í Brúarási í Jökulsárhlíð.

Á föstudagsmorgun hittir samgönguráðherra bæjarstjóra og bæjarstjórnarmenn á Egilsstöðum og heimsækir fyrirtæki þar. Síðan fer hann til Bakkafjarðar og Vopnafjarðar þar sem hann heimsækir fyrirtæki. Hann heldur kvöldverðarfund á Hótel Tanga með stjórn Sjálfstæðisfélagsins og sveitarstjórnarmönnum Sjálfstæðisflokksins. Um kvöldið verður hann á opnum fundi í félagsheimilinu Miklagarði í Vopnafirði.

Á laugardagsmorguninn hittir hann sveitarstjóra og sveitarstjórnarmenn á Vopnafirði og skoðar þar hafnarmannvirki og heimsækir fyrirtæki. Þessari ferð ráðherra lýkur svo á hádegi á laugardag en síðar þann sama dag verður hann viðstaddur vígsluathöfn Flugmálaráðs á nýrri flug stöðvarbyggingu á Vopnafirði.

­ Garðar Rúnar