Bretland: Þrír látnir og 34 særðir eftir hryðjuverk IRA Belfast, London. Reuter. ALDA hryðjuverka, sem Írski lýðveldisherinn stóð fyrir, gekk yfir Bretland á mánudag og þriðjudag. Þrír menn létust og 34 særðust í fjórum árásum.

Bretland: Þrír látnir og 34 særðir eftir hryðjuverk IRA Belfast, London. Reuter.

ALDA hryðjuverka, sem Írski lýðveldisherinn stóð fyrir, gekk yfir Bretland á mánudag og þriðjudag. Þrír menn létust og 34 særðust í fjórum árásum.

Á mánudag lést hermaður og níu særðust þegar sprengja sprakk í herbúðum í norðurhluta Lundúna. Þarna var um fyrsta hryðjuverk IRA í Englandi að ræða síðan fyrir fjórum árum er sprengja sprakk í Brighton á flokksfundi breska Íhaldsflokksins.

Í gær lést lögreglumaður þegar sprengja sprakk í bíl sem hann ók í bænum Lisburn á Norður-Írlandi. Að sögn lögreglu særðust 18 manns í sprengingunni.

Hermaður var myrtur í Belfast í gær þar sem hann var að versla með eiginkonu sinni og dóttur. Hann var dreginn út úr búðinni og skotinn á götunni fyrir framan hana. Vegfarandi særðist einnig í árásinni.

Sex hermenn slösuðust í gær þegar jarðsprengja sprakk nærri bænum Dungannon á Norður-Ír landi.

Archie Hamilton öryggismálaráðherra Bretlands hefur heitið að yfirfara öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkin.

Í yfirlýsingu frá IRA segir að markmið árásanna hafi verið aðvara almenning við því að koma nærri hernaðarmannvirkjum.

Reuter

Hér má sjá rústir herbúða í norðurhluta Lundúna þar semsprengja sprakk á mánudag. Einn maður lést og níu særðust í sprengingunni. Írski lýðveldisherinn, IRA, hefur lýst ábyrgð á hryðjuverkinu á hendur sér. Í gær reiddi IRA einnig til höggs á Norður-Írlandi og féllu þá tveir menn í valinn og 25 særðust.