Búlgaría: 40 manns létust í flugslysi Sofíu. Reuter. ÓTTAST er að 40 manns hafi látið lífið í flugslysi sem varð í Búlgaríu um miðjan dag í gær. Vélin var á leið frá ferðamannabænum Varna við Svartahafið til Sofíu.

Búlgaría: 40 manns létust í flugslysi Sofíu. Reuter.

ÓTTAST er að 40 manns hafi látið lífið í flugslysi sem varð í Búlgaríu um miðjan dag í gær.

Vélin var á leið frá ferðamannabænum Varna við Svartahafið til Sofíu. Um borð voru 36 farþegar og fjögurra manna áhöfn. Ekki er enn vitað hverrar þjóðar farþegarnir voru, en vélin var í eigu flugfélagsins Balkan Airlines.