Sovétríkin: Carlucci skoðar orrustuþotu Moskvu, Reuter. FRANK Carlucci, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skoðaði Blackjack-orrustuþotu og varð vitni að viðamikilli skrið drekasýningu þegar hann heimsótti Kubinka-herflugvöllinn skammt frá Moskvu í gær.

Sovétríkin: Carlucci skoðar orrustuþotu Moskvu, Reuter.

FRANK Carlucci, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skoðaði Blackjack-orrustuþotu og varð vitni að viðamikilli skrið drekasýningu þegar hann heimsótti Kubinka-herflugvöllinn skammt frá Moskvu í gær.

Eftir að hafa verið í Blackjackþotunni í fimmtán mínútur sagði Carlucci að hún væri "afar stórbrotin." Hann fékk einnig að sjá MiG-29 orrustuþotu, II-72 eldsneytisflutningavél og stærstu þyrlu heims, MI-26.

Carlucci sagði í stuttu viðtali á flugvellinum að orrustuþoturnar og þyrlan væru "afar tilkomumikil tæki," og að Sovétmenn ættu mjögvel þjálfaða flugmenn.

"Þetta er ekki njósnaferð," sagði Carlucci. "Ég hef hins vegar fengið tækifæri til að skoða tæki Sovétmanna og sjá hvað þeir hafa. Við höfum sýnt þeim sum tækjanna okkar." Hann bætti við að heimsóknin, sem stendur í fjóra daga, væri liður í því að auka gagnkvæmt traust milli stórveldanna.

Reuter

Frank Carlucci, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Dímítrí Jasov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna við komu Carluccis til Moskvu á mánudag.