Íranir fallast á tillögur de Cuellars um vopnahlé Nikósíu, New York. Reuter.

Íranir fallast á tillögur de Cuellars um vopnahlé Nikósíu, New York. Reuter.

ALI Khameini, forseti Írans, sagði í gær að Íranir féllust að öllu leyti á tillögur Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um hvernig binda megi enda á Persaflóastríðið. Hann sagði að Íranir myndu setja sín eigin skilyrði fyrir lausn deilunnar ef Írakar héldu fast við kröfu sína um beinar viðræður deiluaðila án milligöngu SÞ.

Khameini sagðist vantrúaður áað ályktunartillaga Öryggisráðsins, sem kvað á um vopnahlé í Persaflóastríðinu, komi til með að tryggja frið þó báðir deiluaðilar hafi samþykkt hana. Íranir féllust á tillöguna 18. júlí sl. Í kjölfar þess gerðu Írakar stórsókn inn í Íran og tóku m.a. fimm íranskar borgir.

Khameini sagði það Írökum að kenna að vopnahlé væri ekki komið á. Írakar ítrekuðu kröfu sína um beinar viðræður deiluaðila í fyrradag og sögðu það einu raunhæfu leiðina til að tryggja frið. De Cuellar sagði deilur um formsatriði tefðu friðarumleitanir og gaf hann til kynna um helgina að hann kynni að lýsa yfir vopnahléi án frekara samráðs við fulltrúa deiluaðila. Írakar sögðust í gær ekki eiga von á slíkri ákvörðun af hálfu de Cuellars og að þeir myndu ekki sætta sig við ákvörðun af því tagi, ef hún yrði tekin.

Mohammad Besharati, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, lýsti yfir því á sunnudag að Íranir myndu ekki ráðast á skip á Persaflóa meðan tilraunir Sameinuðu þjóðanna til þessað binda enda á Persaflóastríðið stæðu yfir.

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna staðfestu í gær að báðir stríðsaðilar hefðu notað eiturvopn í bardögum við Persaflóa, Írakar þó í meira mæli og mun oftar.