Stykkishólmur: Ungt fólk í Stykkishólmi krefst jafnréttis til náms SIF, félag ungra sjálfstæðismanna á Stykkishólmi, hélt fund fyrir skemmstu og var á honum rætt um möguleika ungs fólks til framhaldsnáms.

Stykkishólmur: Ungt fólk í Stykkishólmi krefst jafnréttis til náms

SIF, félag ungra sjálfstæðismanna á Stykkishólmi, hélt fund fyrir skemmstu og var á honum rætt um möguleika ungs fólks til framhaldsnáms.

Í frétt frá félaginu segir að mikil óánægja hafi komið upp á fundinum með það mikla misrétti sem ríki milli dreifbýlis og þéttbýlis hvað varði kostnað og aðstöðu til framhaldsnáms. Þar segir ennfremur að kostnaður á einstakling fyrir utan vasapeninga, klæði og skólabækur hefði ekki verið undir 300 þúsund krónum skólaárið 1987-1988. Húsnæðisvandi sé hins vegar mikill og þeir sem ekki séu svo lánsamir að komast á heimavist þurfa að útvega sér húsnæði sem oft er bæði lélegt og dýrt.

Félag ungra sjálfstæðismanna í Stykkishólmi spyr hvers vegna ekki sé fyrir löngu komin heimavist íReykjavík. Krafa ungs fólks sé að dreifbýlisstyrkur sé raunhæfur.