Þingflokkur Alþýðubandalagsins: Mistök að sleppa færeyska landhelgisbrjótnum ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins samþykkti ályktun á fundi sínum þann 28. júlí, þarsem mótmælt var þeirri ákvörðun, að sleppa færeyska loðnuskipinu Sjúrði Tollakssyni, sem staðið...

Þingflokkur Alþýðubandalagsins: Mistök að sleppa færeyska landhelgisbrjótnum

ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins samþykkti ályktun á fundi sínum þann 28. júlí, þarsem mótmælt var þeirri ákvörðun, að sleppa færeyska loðnuskipinu Sjúrði Tollakssyni, sem staðið var að ólöglegum veiðum sunnudaginn 24. júlí.

Í ályktuninni segir meðal annars, að það sé ótvíræð skylda yfirvalda, að gæta ýtrustu hagsmuna okkar Íslendinga í þessum efnum samkvæmt íslenskum lögum. Síðan segir orðrétt: "Undanbrögð annarra þjóða við að virða mörk íslensku landhelginnar mega aldrei verða tilefni undansláttar af okkar hálfu við gæslu okkar réttinda. Atburðurinn sl. sunnudag hlýtur því að teljast stórfelld mistök, sem ekki mega endurtaka sig."