Verk íslenskra kventónskálda á tónleikum Núlifandi kventónskáld eru fleiri á Íslandi miðað við fólksfjölda en á öðrum Norðurlöndum. Í tónskáldafélagi Íslands eru nú þrjár konur, þær Jórunn Viðar, Karólína Eiríksdóttir og Mist Þorkelsdóttir.

Verk íslenskra kventónskálda á tónleikum Núlifandi kventónskáld eru fleiri á Íslandi miðað við fólksfjölda en á öðrum Norðurlöndum. Í tónskáldafélagi Íslands eru nú þrjár konur, þær Jórunn Viðar, Karólína Eiríksdóttir og Mist Þorkelsdóttir. Allar eiga þær verk sem leikin voru síðastliðið sunnudagskvöld á norrænu kvennaþingi í Osló. Þar frumflutti Guðrún Sigríður Birgisdóttir flautuleikari nýtt verk Mistar Þorkelsdóttur, Rún. Hljóðfæraleikararnir sem sjást á þessari mynd voru: Signý Sæmundsdóttir, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Guðríður Sigurðardóttir, Guðrún S. Birgisdóttir og Inga Rós Ingólfsdóttir.

Morgunblaðið/Jon P. Petrusson NTB