Innbrotið á Hellu: Peningakassinn fundinn Peningakassinn sem stolið var í innbroti í Kaupfélagið Þór á Hellu síðastliðinn fimmtudag kom í leitirnar um helgina. Hann hafði verið brotinn uppog reiðufé tekið úr honum.

Innbrotið á Hellu: Peningakassinn fundinn Peningakassinn sem stolið var í innbroti í Kaupfélagið Þór á Hellu síðastliðinn fimmtudag kom í leitirnar um helgina. Hann hafði verið brotinn uppog reiðufé tekið úr honum.

Að sögn Helga Daníelssonar yfirlögregluþjóns hjá RLR fannst skápurinn í malargryfju skammt frá Kerinu í Grímsnesi. Kveikt hafði verið í kreditkortamiðum, ávísunum og öðrum verðmætum sem í skápnum voru en Helgi taldi að mikill hluti þeirra væri óskemmdur eða svo lítið að þau muni nýtast eigendum.

Þá fundust við Hólmsheiði við Geitháls um helgina um 40 karton af sígarettum, sem talið er að hafi verið stolið í innbroti í söluskála við Skeiðavegamótm, sömu nótt og brotist var inn á Hellu. Rannsóknarlögreglan telur líkur áað sömu menn hafi verið að verki í báðum tilfellum.