Viðskiptaráðherra: Boðar fund um verðtryggingu Viðskiptaráðherra hefur boðað fulltrúa lánastofnana, verðbréfasjóða og viðkomandi ráðuneyta á fund um fjármagnsmarkaðinn föstudaginn 12. ágúst.

Viðskiptaráðherra: Boðar fund um verðtryggingu Viðskiptaráðherra hefur boðað fulltrúa lánastofnana, verðbréfasjóða og viðkomandi ráðuneyta á fund um fjármagnsmarkaðinn föstudaginn 12. ágúst. Aðal umræðuefnið verður skýrsla sú sem verðtryggingarnefnd skilaði nýlega um verðtryggingu fjárskuldbindinga og hugsanlegar breytingar á henni.

Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra kynnti þennan fund á ríkisstjórnarfundi í gær. Fundarboð hefur verið sent til stjórnar Sambands íslenskra viðskiptabanka, stjórnar Sambands sparisjóðanna, lífeyrissjóða, fjárfestingarlánasjóða og stjórnar Verðbréfaþings Íslands.