Bretland: Búið að slökkva eldana á Piper Alfa St.Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TEXASBÚANUM Reg Adair og félögum hans tókst að slökkva síðustu eldana á olíuborpallin um Piper Alfa sl. föstudag.

Bretland: Búið að slökkva eldana á Piper Alfa St.Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.

TEXASBÚANUM Reg Adair og félögum hans tókst að slökkva síðustu eldana á olíuborpallin um Piper Alfa sl. föstudag. Um helgina ræddu þeir við fréttamenn um erfiðleikana við þessa aðgerð, er þeir komu í land í fyrsta skipti frá því baráttan við eldana hófst fyrir þremur vikum.

Adair sagði að hann hefði aldrei á ævi sinni séð neitt svipað þessu. Hann sagði að enn væri of mikill hiti um borð á pallinum tilað óhætt væri fyrir aðra en menn hans að fara um borð. Það yrði að líkindum ekki fyrr en eftir tvær vikur.

Hann sagði að það hefði hjálpað þeim mikið að hafa pallinn Þaros til að vinna á, en Adair aðstoðaði við hönnun hans árið 1980.

Hann sagði að öryggislokar á 34 af 36 holum hefðu lokast, sem væri mjög gott öryggi. Á næstu dögum yrði lokið við að loka öllum holunum á þessum borpalli, með steypu.

Eftir tvær vikur verður hafist handa við að bjarga svefnálmum borpallsins, en 124 er enn saknað af þeim 167 sem fórust í slysinu.